
Espihóll valið Fyrirmyndarbú LK árið 2017
27.03.2017
Á árshátíð Landssambands kúabænda laugardagskvöldið 25. mars voru veitt verðlaun fyrir það bú sem þykir til fyrirmyndar á hinum ýmsu sviðum.
Viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarbú LK árið 2017 hlaut býlið Espihóll í Eyjafjarðarsveit. Búið er félagsbú og rekið af bræðrunum Kristni V. og Jóhannesi Æ. Jónssonum, ásamt konum þeirra Ástu G. Sveinsdóttur og Sigurlaugu Björnsdóttur. Á búinu eru 60,6 árskýr og meðalnytin voru þriðju hæstu á landinu árið 2016, eða 8.206 kg. Þykir búið til fyrirmyndar í hvívetna og er þátttakandi í félags- og ræktunarstarfi svo eftir er tekið.