Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

ESB íhugar að hætta að leggja land í tröð

05.07.2007

Um árabil hefur hluti af landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins falist í því að taka hluta ræktunarlandsins úr notkun og greiða bændum fyrir að rækta ekki í því. Að jafnaði hefur þetta hlutfall verið um 10%. Sambandið íhugar þetta m.a. vegna þrýstings frá samtökum evrópskra bænda, Copa-Coeca, sem vilja fá að taka landið aftur í ræktun. Ástæðan er mikil hækkun á kornverði undanfarin misseri vegna minni uppskeru á síðasta ári, aukinnar eftirspurnar á heimsmarkaði, þá hafa áforum um lífeldsneytisframleiðslu í USA mikil áhrif á verð, þá eru kornbirgðir í sögulegu lágmarki.

Bændur vilja fá niðurstöðu í málið fyrir september í ár, svo ráðrúm skapist til að skipuleggja ræktun næsta árs með tilliti til þessa, en vetrarafbrigðum korns þarf að sá um það leyti. Það er því ljóst að 10% aukning á ræktunarlandi í ríkjum ESB hefur mikil áhrif á framboð á korni og þar með verð þess. Í framleiðsluspá fyrir næsta ár sem fyrrgreind samtök birtu í gær er gert ráð fyrir mjög lítilli aukningu á hveitiuppskeru, 0,2%, að bygguppskera aukist um 6% og maís standi alveg í stað. Hins vegar er gert ráð fyrir verulegri aukningu á rúguppskeru, 27,4% og 10,9% aukningu á höfrum. Vert er að geta þess að í spánni er ekki tekið tillit til þess ef hætt verður að taka land úr ræktun. Fari svo, þarf að endurskoða spá þessa frá grunni.

 

Fréttatilkynning Copa-Coeca um málið.

Framleiðsluspá Copa-Coeca á korni.