Beint í efni

ESB íhugar að hætta að leggja land í tröð

05.07.2007

Um árabil hefur hluti af landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins falist í því að taka hluta ræktunarlandsins úr notkun og greiða bændum fyrir að rækta ekki í því. Að jafnaði hefur þetta hlutfall verið um 10%. Sambandið íhugar þetta m.a. vegna þrýstings frá samtökum evrópskra bænda, Copa-Coeca, sem vilja fá að taka landið aftur í ræktun. Ástæðan er mikil hækkun á kornverði undanfarin misseri vegna minni uppskeru á síðasta ári, aukinnar eftirspurnar á heimsmarkaði, þá hafa áforum um lífeldsneytisframleiðslu í USA mikil áhrif á verð, þá eru kornbirgðir í sögulegu lágmarki.

Bændur vilja fá niðurstöðu í málið fyrir september í ár, svo ráðrúm skapist til að skipuleggja ræktun næsta árs með tilliti til þessa, en vetrarafbrigðum korns þarf að sá um það leyti. Það er því ljóst að 10% aukning á ræktunarlandi í ríkjum ESB hefur mikil áhrif á framboð á korni og þar með verð þess. Í framleiðsluspá fyrir næsta ár sem fyrrgreind samtök birtu í gær er gert ráð fyrir mjög lítilli aukningu á hveitiuppskeru, 0,2%, að bygguppskera aukist um 6% og maís standi alveg í stað. Hins vegar er gert ráð fyrir verulegri aukningu á rúguppskeru, 27,4% og 10,9% aukningu á höfrum. Vert er að geta þess að í spánni er ekki tekið tillit til þess ef hætt verður að taka land úr ræktun. Fari svo, þarf að endurskoða spá þessa frá grunni.

 

Fréttatilkynning Copa-Coeca um málið.

Framleiðsluspá Copa-Coeca á korni.