ESB hleður smjörfjöll á ný
16.01.2009
Í nýjasta fréttabréfi Framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að útflutningsbætur og uppkaup á smjöri, osti og mjólkurdufti upp aftur, til aðstoðar mjólkuriðnaðinum og þar með mjólkurframleiðendum aðildarlandanna. Tillagan kemur í kjölfar mikilla verðlækkana á heimsmarkaði að undanförnu. Stuðningurinn kemur til framkvæmda frá og með miðjum marsmánuði n.k.
Mariann Fischer Boel, landbúnaðarkommisar ESB segist hafa rætt við fjölda framleiðenda í hinum ýmsu aðildarlöndum og þeir hafi allir lýst miklum áhyggjum af ástandinu. Nú sé komið að því að ESB þurfi að koma til aðstoðar.
Uppkaupum af þessu tagi var hætt í júní 2007 eftir miklar verðhækkanir á heimsmarkaði. Í kjölfar fjármálakrísu hefur verðið á heimsmarkaði lækkað svo mikið að framleiðendur innan ESB eru ekki lengur samkeppnisfærir á þeim markaði, sterkt gengi evru spilar einnig inn í.
Útflutningsbætur voru aflagðar með öllu hér á landi fyrir nærri tuttugu árum.
Heimild: landbrugsavisen.dk