Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Eru spenarnir nógu vel þrifnir?

01.11.2014

Þegar vinnubrögð við mjaltir eru metin og tekin út koma gjarnan margskonar vandamál í ljós varðandi vinnubrögðin eins og t.d. rangur undirbúningur kúnna, þær tómmjólkaðar of lengi eða annað slíkt sem vitað er að hefur slæm áhrif á júgurbólgu.

 

Oft er það svo að vinnubrögðum við þrif á spenum er verulega ábótavant, bæði vegna þess að sumir flýta sér allt of mikið en einnig hreinlega vegna rangrar tækni við það að beita tuskunni eða klútinum. Stundum getur reynst erfitt að sýna þeim sem mjólka fram á hvernig betur megi fara en nú kann að vera að aðferðin sé fundin en það er hann dr. David Reid, fyrrum forseti Alþjóðlega júgurbólguráðsins, sem hefur kynnt þessa aðferð.

 

Aðferðin felst í einfaldri tækni við eftirlit með mjöltum og getur í raun hver og einn bóndi gert þetta á sínu búi. Fyrir mjaltir þarf að tryggja að spenagúmmín séu tandurhrein ofan við spenahylkið sjálft, bæði á hliðunum, að ofanverðu og að sjálfsögðu einnig að innan – sem þau ættu nú að vera ef þetta er gert í kjölfarið á kerfisþvotti. Síðan eru tækin sett á kýrnar eins og venja er og þegar tækin eru tekin af, er hreinn hvítur klútur tekinn og nú er strokið af gúmmíinu á ný bæði ofanvert og niður í munnstykki spenagúmmísins og þetta gert fyrir hvert spenahylki.

 

Miða skal við að hinn hvíti klútur verði ekki mislitur nema að hámarki í tíunda hvert skipti. Ef þetta gerist oftar, þá eru það góðar vísbendingar um að bæta megi vinnubrögðin við þrif spenanna fyrir mjaltir eða skoða önnur vinnubrögð í fjósi sem etv. leiða til þess að kýrnar koma ekki nógu hreinar til mjalta/SS.