Beint í efni

Eru kýrnar vel upplýstar ?

31.10.2003

Nú þegar dagurinn styttist og myrkrið tekur hægt og bítandi við, getur verið mikilvægt fyrir kúabændur landsins að halda kúnum sínum vel upplýstum. Rannsóknir sýna að hægt er að auka nyt kúa umtalsvert með því að hafa bjart í fjósunum yfir myrkasta tíma ársins. Með viðbótarlýsingu á að vera hægt að ná allt að 5% viðbótar mjólkurmagni yfir háveturinn.

Í nýlegri danskri rannsókn, sem náði til átta lausagöngufjósa þar sem kýrnar báru í fjósunum á tímabilinu 1. október til 31. desember, var niðurstaðan skýr: í stuttu máli jókst nyt kúa, í þeim fjósum þar sem notuð voru ljós til að lengja daginn, um allt að 5%. Ástæðan felst í áhrifum dagsbirtunnar á vakastarfsemi (hormónastarfsemi) kúa. Nóg birta telst 150-200 lúx, en á nóttunni eru 5 lúx nóg.

 

Nánar má lesa um áhrif lýsingar á nyt kúa með því að smella hér.