
Ert þú búin(n) að tryggja þér miða á árshátíð LK?
26.03.2018
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á árshátíð Landssambands kúabænda sem haldin verður á Hótel Selfossi, laugardagskvöldið 7. apríl nk. Hægt er að panta miða í síma 460-4477 út miðvikudaginn, 28. mars.
Húsið opnar kl. 19:00 og kl. 20.00 hefst svo skemmtidagskrá með þriggja rétta kvöldverði og balli á eftir.
Matseðill
Forréttur
Humarsúpa með humarhölum, hvítsúkkulaðirjóma og dill
Aðalréttur
Íslensk nautalund með sveppa pomme anna, haricot vert og rauðvínssósu
Eftirréttur
Heit súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum
- Veislustjórn er í höndum Hermanns Árnasonar frá Gilsbakka
- Happdrætti
- Óvænt skemmtiatriði
- Hljómsveit hússins heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Miðaverð er 7.900 kr. fyrir félaga LK og 8.900 fyrir aðra – miðapantanir í síma 460 4477 – Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Selfossi í síma 480-2500. Taka þarf fram við pöntun að viðkomandi sé á vegum LK.
Vegna mikillar ásóknar í gistirými er árshátíðargestum bent á að hafa hraðar hendur við að panta gistingu.