Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ert þú búin(n) að tryggja þér miða á árshátíð LK?

16.03.2017

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á árshátíð Landssambands kúabænda sem haldin verður í Hofi á Akureyri, laugardagskvöldið 25. mars nk. Hægt er að panta miða í síma 460-4477 út morgundaginn, 17. mars.

Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk og kl. 20.00 hefst svo skemmtidagskrá með þriggja rétta kvöldverði og balli á eftir.

Matseðill :

Forréttur

Norrænir smáréttir, fiskur, kjöt, ostur úr héraði

Aðalréttur

Heilsteikt íslensk nautalund krydduð, smjörsteikt nípa- og sætkartöflur ásamt bourbonsósu

Eftirréttur

Súkkulaðifondant, vanilluís, salthnetukaramella og limekex

  • Veislustjórn er í höndum dúettsins Vandræðaskáld
  • Óvænt skemmtiatriði
  • Danshljómsveit Birgis Arasonar heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu.

Miðaverð er 7.900 kr – miðapantanir í síma 460 4477 – Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel KEA í síma 460-2050. Taka þarf fram við pöntun að viðkomandi sé á vegum LK. Gistinóttin kostar 15.590 kr í eins manns herbergi og 19.800 kr í tveggja manna herbergi.

Vegna mikillar ásóknar í gistirými er árshátíðargestum bent á að hafa hraðar hendur við að panta gistingu.