Beint í efni

Erlend lán til kúabænda vænlegur kostur?

20.08.2003

Undanfarin misseri hefur gengið hérlendis þróast í þá átt að hagkvæmt hefur reynst að taka lán í erlendri mynt. Það sem af er þessu ári hefur raunvaxtamunur á innlendum og erlendum lánum verið umtalsverður. Ávalt þarf þó að hafa í huga að vaxtaáhætta er nokkur og geta breytingar á gengi gert vaxtamuninn að engu, þó svo að um það hafi ekki verið að ræða undanfarið. Yfirleitt er miðað við að lánin séu að lágmarki 8-10 milljónir, m.a. vegna lántökukostnaðar.