Beint í efni

Erindi um fóðrunartækni

26.02.2013

Unnsteinn Snorri Snorrason, bútæknisérfræðingur DeLaval í Svíþjóð, er fyrirlesari Veffræðslu LK í tíunda pistli vetrarins. Unnsteinn Snorri fjallar í yfirgripsmiklu erindi um fóðrunartækni og sýnir margar ólíkar tæknilegar lausnir við fóðrun gripa. Fyrirlesturinn á sannarlega erindi til allra sem eru að velta fyrir sér tæknivæðingu fjósa sinna eða vilja létta sér vinnuna við fóðrun.

 

Næsta erindi í Veffræðslu LK verður svo á dagskrá 11. mars en þá mun Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf., um helstu niðurstöður skýrsluhaldsins 2012.
 

Líkt og kunnugt er þá er Veffræðslu LK ókeypis og í boði fyrir allt áhugafólk um nautgriparækt, hvort heldur sem er bændur, ráðunauta, dýralækna, sölumenn, kennara, nemendur eða aðra.

 

Ef þú ert nú þegar með aðgengi (lykilorð) að Veffræðslukerfi LK, þá getur þú smellt hér til þess að komast á undirsíðuna með öllum fyrirlestrunum. Ef þig vantar enn lykilorð, sendu okkur þá tölvupóst á skrifstofa@naut.is og þú færð það sent til baka innan tveggja daga. Ef þú getur ekki sent tölvupóst, þá getur þú einnig hringt á skrifstofu LK og óskað eftir lykilorði þar (s. 569-2237)/SS.