Erfðatækni í nautgriparækt
19.01.2010
Í síðasta tölublaði Bændablaðsins á nýliðnu ári var mjög athyglisverð grein eftir Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunaut BÍ, um erfðatækni í nautgriparækt. Er nú svo komið að hægt er að velja kynbótagripi á grundvelli erfðaprófa og auka með því erfðaframfarir gífurlega mikið. Er talað um að hér sé á ferðinni einhver mesta bylting í nautgriparækt, frá því sæðingar komu til sögunnar snemma á síðustu öld. Ástæða er til að taka undir niðurlagsorð pistilsins, á þá leið að „einnig þurfa íslenskir mjólkurframleiðendur að horfa til þeirra þegar þeir meta framtíðarþróun greinarinnar hérlendis“.
Grein Jóns Viðars er að finna hér, áður hefur verið fjallað um efnið hér á naut.is