Beint í efni

Er þörf fyrir hráolíu í landbúnaði brátt á enda?

25.06.2010

Fyrirtækið Valtra hefur nú svipt hulunni af nýrri dráttarvél sem gengur fyrir hauggasi. Dráttarvélin verður í tilraunanotkun á Skåne í Svíþjóð í sumar en vélin er með hefðbundnum fjögurra sýlindra díselmótor, sem hefur verið breytt svo hægt sé að nota hauggas í stað díselolíu. Þetta þýðir

einfaldlega það að hver sá bóndi, sem er með hauggasframleiðslubúnað, mun geta framleitt sitt eigið dráttarvélaeldsneyti með tiltölulega einföldum hætti.

 

Vélin sem um ræðir er Valtra N101 (100 hestaafla vél) með ámoksturstækjum sem hefur verið breytt þannig að eftir að vélin er sett á gasnotkun nást út úr henni 70-80% af uppgefnu afli. Á hægri hlið vélarinnar er svo sérútbúinn 170 lítra gastankur.

 

Landssamband kúabænda mun fylgjast með framvindu málsins, enda um afar mikla hagsmuni að ræða.

 

Heimild: www.valtra.com