Beint í efni

Er nóg að fóðra einu sinni á dag?

19.03.2012

Rannsókn sem gerð var í Kanada hefur sýnt fram á að sé að lágmarki eitt átsvæði á hverja kvígu í uppeldi þá er nóg að gefa þeim gróffóður einu sinni á dag. Rannsóknin tók til 180 kg þungra kvígna sem var skipt í þrjá mismunandi hópa. Einn þeirra fékk gróffóðrið einu sinni á dag, einn hópur tvisvar sinnum á dag og sá síðasti fjórum sinnum á dag. Allar fengu kvígurnar gróffóður í því magni að orka þess myndi duga til 800 gramma þyngdaraukningar á dag.

 

Niðurstöðurnar sýndu að þó svo að kvígurnar fengu einungis gróffóður einu sinni á dag og ekki aðra gjöf fyrr en að 24 klst. liðnum þá var hneigðin í þá átt að kvígurnar sem fengu sjaldnast fóður þyngdust mest. Skýringin, að mati vísindamannanna, fólst í því að sá hópur stóð lengur við át en hinir hóparnir sem oftar fengu fóður. Alls stóðu kvígurnar sem voru fóðraðar einu sinni á dag í 62 mínútur á sólarhring við át en þær sem voru fóðraðar fjórum sinnum á dag í 52 mínútur/SS.