Beint í efni

Er loftið að leka úr ethanól-blöðrunni?

05.03.2008

Vísbendingar eru nú á lofti um að hægja muni verulega á þeim mikla vexti sem verið hefur í ethanólframleiðslu úr korni í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Ástæðan er gríðarlega hátt verð á korni sem leiðir til þess að ekki er rekstrargrundvöllur fyrir framleiðslu á ethanóli. Jafnvel þó olíuverð sé í sögulegu hámarki, 100 USD á tunnuna. Í þessari viku hefur bandaríska fyrirtækið Cargill lagt áform um byggingu á 200 milljón USD ethanólverksmiðju í Kansas á hilluna og í Illinois hefur dómari úrskurðað ófullgerða verksmiðju gjaldþrota.

Á síðustu mánuðum hafa áform um bygginu á allt að 50 ethanólverksmiðjum verið lögð á ís vegna hás kornverðs. T.d. hefur verð á skeppu (35,24 ltr) af maís hækkað úr 2 dollurum árið 2006 í 5,25 dollara í dag. Það er rúmlega 160% hækkun.

 

Heimild: www.maskinbladet.dk