Beint í efni

Er hitameðhöndlun mjólkur óþörf?

02.07.2010

Arla, dansk-sænska mjólkurbúið, hefur nú sótt um heimild í Danmörku til þess að framleiða ost úr ógerilsneyddri hrámjólk. Í Danmörku, rétt eins og hér á landi, hefur verið óheimilt í áratugi að framleiða ferskvörur með slíkum hætti. Tilgangurinn er að sækja inn á sérvörumarkaði með nýjar mjólkurvörur, sér í lagi ýmsa sérosta sem þroskast með öðrum hætti með slíku hráefni.

 

Arla hefur nú um

all langt skeið verið með prófanir í gangi á mjólkurvörum unnum úr ómeðhöndlaðri mjólk. Benda allar niðurstöður til þess að auðvelt sé að framleiða mjólkurvörur með öruggum hætti gagnvart heilbrigði fólks, án þess að til gerilsneyðingar komi. Þessi niðurstaða kemur væntanlega fáum íslenskum kúabændum á óvart, enda drekka flestir kúabændur mjólkina „beint úr tankinum“ og hafa braggast ljómandi vel á liðnum áratugum!