Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Er heimsframleiðsla á korni að dragast saman?

02.06.2017

Samkvæmt spá alþjóða kornráðsins, International Grains Council, er þess nú vænst að kornuppskera ársins verði 2.053 milljónir tonna sem er nærri 100 milljón tonnum minna en síðasta ár. Á sama tíma er þess þó ekki vænst að eftirspurnin eftir korni minnki og verði í kringum 2.087 milljónir tonna. Því má búast við því að ákveðin spenna verði á kornmarkaðinum í ár og gæti þessi staða valdið hækkun á korni á heimsmarkaðinum.

Þessi staða er all óvenjuleg og hefur það ekki gerst í mörg ár að ganga þarf á kornbirgðir heimsins en birgðastaða korns hefur aukist nokkuð undanfarin ár og svarar hún í dag til 89 daga notkun á korni í heiminum. Þess ber að geta að um er að ræða spá Alþjóða kornráðsins sem auðvitað er háð ákveðinni óvissu enda gæti uppskera korns orðið meiri en spár gera ráð fyrir. Á hinn bóginn gæti uppskeran einnig orðið talsvert minni en spáin gerir ráð fyrir ef veðurfarsaðstæður verða ekki heppilegar fyrir kornrækt/SS.