Beint í efni

Er hægt að fá einkaleyfi á Feta-nafninu?

06.06.2002

Grikkland hefur sótt um einkaleyfi á því að nota Feta nafnið á osta og ef af verður (sem allt bendir til) má eingöngu nota geita- eða sauðfjármjólk í ostagerðina. Búist er við hörðum viðbrögðum frá öðrum löndum sem hafa framleitt svipaða osta með hreinni kúamjólk eða mjólkurblöndum.

 

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið í Þýskalandi og Danmörku hafa sjálfir Grikkirnir átt erfitt með að halda sjálfir eigin viðmið og innihalda hinir sk. grísku Feta-ostar bæði kúamjólk og plöntuolíur. Þannig féll t.d. um helmingur rannsakaðra grískra Feta-osta í þýsku rannsókninni og myndu samkvæmt ofansögðu því ekki mega heita Feta-ostar!

Heimild: MaskinBladet Online, 3.6.02