Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Er hægt að bæta gæði osta með lengra mjaltaskeiði?

16.03.2017

Niðurstöður rannsóknaverkefnis við háskólann í Árósum bendir til þess að með því að lengja mjaltaskeið kúa, frá því að vera um 12 mánuðir og upp í 18 mánuði, þá verði ostaframleiðslueiginleikar mjólkurinnar betri. Verkefnið gekk út á að skoða það hvernig vinnslueiginleikar mjólkur breytast eftir því sem líður á mjaltaskeiðið. Ekki þarf að koma á óvart að mjólkurframleiðsla kúnna minnkaði eftir því sem leið á, en fitu- og próteininnihald mjólkurinnar jókst og nýttist hún því betur til ostagerðar eftir því sem leið á mjaltaskeiðið.

Ekki komu fram neinar neikvæðar breytingar á bragðgæðum mjólkurinnar en sérstök dómnefnd sá um að smakka mjólkina frá kúnum allt frá fyrrihluta mjaltaskeiðs og fram að 18 mánaða lengd hennar/SS.