Er GEA að stinga af?
15.06.2010
GEA, eitt stærsta iðnfyrirtækið á Vesturlöndum, hefur nú stækkað enn frekar eftir að hafa keypt upp Skjold-Mullerup samsteypuna fyrr á árinu. Mullerup er vel þekkt merki hér á landi, en fyrirtækið hefur verið leiðandi í sjálfvirkum fóðurkerfum fyrir fjós. GEA hefur í dag um 20.000 starfsmenn og var velta fyrirtækisins árið 2009 4,4 milljarðar Evra. Fyrirtækið er fyrst og fremst í hátækni og framleiðir m.a. kælivélar og
ýmiskonar framleiðslutæki. Um áramótin var fyrirtækinu skipt upp í 5 deildir og er landbúnaðardeild ein þeirra. Landbúnaðardeild GEA er í dag með gríðarlega fjölbreytt úrval fyrir kúabændur og er greinilegt að fyrirtækið ætlar sér stóra hluti á þeim markaði. Með um 1.900 starfsmenn í 20 verksmiðjum ætti fyrirtækið að komast vel áfram innan landbúnaðargeirans.
Af þeim vörumerkjum sem fyrirtækið á í dag má nefna Westfalia (mjaltatækni m.m.), DeBoer (innréttingar), Houle (mykjukerfi m.m.), Norbco (bandarískt innréttingafyrirtæki) og nú síðast Skjold-Mullerup.
Nánar má lesa um fyrirtækið á heimasíðu þess: www.gea-farmtechnologies.com