Er enn einn afurðastöðvasamruninn framundan?
16.01.2012
Hin þekkta afurðastöð Robert Wiseman Dairies sem er með starfsemi í Stóra-Bretlandi til kynnti nú fyrir helgi að viðræður væru í gangi á milli fyrirtækisins og afurðafélagsins Müller Dairy. Viðræðurnar á milli þessara aðila eru mikil tíðindi, enda bæði afurðafélögin fyrirferðarmikil á hinum breska markaði og kom tilkynningin á óvart.
Í tilkynningu Robert Wiseman segir jafnframt að einungis sé um viðræður að ræða og ekki hafi borist tilboð í félagið frá Müller. Samkvæmt breskum lögum ber Müller Dairy þó að tilkynna um mögulegt tilboð fyrir 10. febrúar/SS.