
Er eitthvað að gerast?
10.01.2017
Arnar Árnason, formaður LK, ritar leiðarann að þessu sinni og lítur yfir sviðið og síðastliðið ár og helstu verkefni samtakanna. Þá gerir hann myndun nýrrar ríkisstjórnar gaum og lýsir yfir áhyggjum vegna komandi tíma og stöðu íslensks landbúnaðar. Segir hann m.a.: “ Það sem helst er áhyggjuefni í því er að ljóst er að Viðreisn kemur til með að fá ráðuneyti landbúnaðarmála. Ef rifjaðir eru upp frasar þingmanna Viðreisnar frá kosningabaráttunni er full ástæða fyrir þá sem byggja afkomu sína á landbúnaði að hafa áhyggjur. Í kosningabaráttunni voru, að hálfu bæði Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, boðaðar miklar kerfisbreytingar í landbúnaði á Íslandi. Það er ekki, á þessari stundu, ljóst hvað stendur í stjórnarsáttmála þessara flokka en ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með Sjálfstæðisflokkinn að hafa látið þetta mikilvæga „landsbyggðarráðuneyti“ af hendi yfir til borgarflokks, sem hefur það í yfirlýstri stefnu sinni að snúa hér öllu á hvolf.“
Þá gerir hann einnig að umtalsefni stöðu landbyggðarþingmanna og mikilvægi þess að landsbyggðarfólk standi saman. Þú getur lesið leiðarann í heild sinni með því að smella hér/SS.