
Er ég rétt skráður hjá Bændasamtökunum?
11.04.2022
Inni á Bændatorginu er að finna upplýsingar um félagsaðild þína hjá Bændasamtökum Íslands.
Þegar þú skráir þig inn á torgið smellir þú á „Félagssíða“ í valmyndinni á vinstri hliðinni og þér birtast þær upplýsingar sem um þig eru.
Til að breyta skráningu þinni á veltu og/eða búgrein velur þú gula blýantinn við hliðina á „velta“ (sjá mynd) og til að breyta/bæta við aðrar grunn upplýsingar um þig eins og netfang eða farsíma velur þú „breyta“ efst á síðunni við hliðina á „um félagsmann“ (sjá mynd).
Veltan þarf að miðast við síðasta skattaframtal og er þar á við frumframleiðslu í þinni búgrein. Hægt er að vera skráður í margar búgreinar en það verður að vera skráð velta fyrir hverja búgrein.
Ef fleiri en þú standa að búskapnum eins og t.d. maki verður hann að sækja um aðild að Bændasamtökunum á forsíðu www.bondi.is og setja kennitölu þess aðila sem nú þegar er skráður í samtökin sem „tengiaðili“ í umsókninni. Rétt er að benda á það að tveir aðilar geta verið skráðir fyrir einu félagsgjaldi sem standa að sama búskap. Einnig er hægt að sækja um félagsaðild b fyrir aðila umfram þessa tvo en því fylgir sérstakt gjald skv. samþykktum Bændasamtakanna.