Beint í efni

Er að opnast markaður fyrir íslenskar mjólkurafurðir í Færeyjum?

28.09.2004

Í frétt á mbl.is í dag var greint frá því að farið væri að styttast í að vörur geti farið á milli Íslands og Færeyja án tolla. Ljóst er að ávinningurinn getur verið mikill fyrir íslenska kúabændur, þar sem töluvert er um innflutning geymsluþolinna mjólkurvara til Færeyja frá öðrum löndum, enda framleiða þeir sjálfir óverulegan hluta mjólkurvaranna. Með tíðum ferðum á milli Íslands og Færeyja geta hugsanlega skapast möguleikar á útflutningi ferskum mjólkurvörum beint til Færeyja með tilheyrandi stækkun ferksvörumarkaðarins.