Ennþá smjörskortur í Noregi
24.01.2012
Að sögn norska dagblaðsins Aftenposten er ennþá skortur á norsku smjöri í mörgum af kjörbúðum landsins. Þar sem megin orsök á minni mjólkurframleiðslu þar í landi er lélegt gróffóður frá sl. sumri, er ekki útlit fyrir að ástandið batni fyrr en í vor þegar kýr fara á beit. Þá er haft eftir Harald Volden hjá Tine, að mjólkurkúnum hafi fækkað um 5.000 á síðasta ári. Smjörið í búðunum er nú frá Belgíu, Frakklandi og Írlandi. Bent er á að nú sé lag að auka mjólkurkvótann, til að veita þeim framleiðendum sem hafa tök á að auka framleiðsluna, svigrúm til þess./BHB