Enn verðfall á heimsmarkaði
22.07.2015
Á uppboðsmarkaði GDT í liðinni viku féll mjólkurverð enn á ný og að þessu sinni um 10,7%! Alls hefur heimsmarkaðsverð mjólkurvara nú fallið um fjórðung frá ársbyrjun og er heimsmarkaðsverð mjólkurvara nú það lægsta sem verið hefur í áratug.
Á uppboðinu féllu allir vöruflokkar en mjólkurduft lækkaði mest eða um 13,1% og þar á eftir kom svo undanrennuduftið með 10,1%.
Þess má geta að víðast hvar hefur lækkun heimsmarkaðsverðs ekki bein áhrif strax heldur skilar sér í lækkuðu afurðastöðvaverði þegar frá líður vegna margskonar framvirkra samninga. Þannig er það t.d. í Svíþjóð að þar má vænta lækkunar á afurðastöðvaverði, vegna framangreindrar lækkunar, eftir 6 mánuði/SS.