Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Enn verðfall á heimsmarkaði

22.07.2015

Á uppboðsmarkaði GDT í liðinni viku féll mjólkurverð enn á ný og að þessu sinni um 10,7%! Alls hefur heimsmarkaðsverð mjólkurvara nú fallið um fjórðung frá ársbyrjun og er heimsmarkaðsverð mjólkurvara nú það lægsta sem verið hefur í áratug.

 

Á uppboðinu féllu allir vöruflokkar en mjólkurduft lækkaði mest eða um 13,1% og þar á eftir kom svo undanrennuduftið með 10,1%.

 

Þess má geta að víðast hvar hefur lækkun heimsmarkaðsverðs ekki bein áhrif strax heldur skilar sér í lækkuðu afurðastöðvaverði þegar frá líður vegna margskonar framvirkra samninga. Þannig er það t.d. í Svíþjóð að þar má vænta lækkunar á afurðastöðvaverði, vegna framangreindrar lækkunar, eftir 6 mánuði/SS.