Beint í efni

Enn óravegur í að samkomulag náist innan WTO

17.02.2003

Í síðustu viku var ríkisstjórnum þjóða, sem aðild eiga að WTO, send fyrstu drög að nýjum landbúnaðarsamningi (kölluð Harbinson’s drögin, eftir formanni samninganefndarinnar). Í drögunum er enn sýnilega óravegur á milli samningaaðila og hafa þegar borist hörð viðbrögð frá Evrópusambandinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu ber enn mikið í milli í helstu málaflokkum s.s. tollvernd, útflutningsstyrkjum og innlendum styrkjum. Jafnframt er óeining um hvort taka eigi tilllit til dýravelferðar. Næstu samningafundir verða í lok febrúar en samkvæmt samkomulagi þjóðanna á að ljúka samningaviðræðum fyrir 31. mars nk.

 

Nánari upplýsingar:

Heimasíða WTO: http://www.wto.org/index.htm

 

Heimasíða Evrópusambandsins um WTO: http://europa.eu.int/comm/agriculture/external/wto/index_en.htm

 

 

Fyrstu viðbrögð Evrópusambandsins við Harbinson’s drögunum:

http://europa.eu.int/rapid/start/cgi/guesten.ksh?p_action.gettxt=gt&doc=IP/03/222|0|RAPID&lg=EN&display=

 

Samanburður á tillögum Evrópusambandsins og Harbinson’s drögunum:

http://europa.eu.int/rapid/start/cgi/guesten.ksh?p_action.gettxt=gt&doc=MEMO/03/30|0|RAPID&lg=EN&display=