Enn lækkar meðalverð á greiðslumarki
27.01.2009
Þann 1. febrúar n.k. verða staðfest viðskipti með 174.435 lítra greiðslumarks. Alls eru viðskipti frá upphafi verðlagsársins þá orðin 1.252.455 lítrar sem er 60% af því sem selt hafði verið á sama tíma í fyrra. Meðalverð síðustu 500 þús. lítra er nú 221,14 kr og hefur lækkað um 27,3% frá meðalverði við upphaf verðlagsársins.
Töflu með upplýsingar um þróun á verði greiðslumarks má sjá hér.