Beint í efni

Enn hækkar smjör í verði

11.09.2017

Við þreytumst seint á því að segja frá hækkunum á smjörverði erlendis, enda dregur verð á smjöri með sér hækkun á öðrum mjólkurvörum jafnt og þétt s.s. á útfluttu skyri héðan. Nýjustu fregnirnar koma frá hollenska markaðinum ZuiveNL þar sem enn eitt metið var sett í síðustu viku þegar meðalverð á smjörtonninu fór í 6.950 evrur á tonnið eða sem nemur um 880 þúsund íslenskum krónum. Þetta lang hæsta verð á smjör sem sést hefur og hefur nú heimsmarkaðsverð á smjöri meira en tvöfaldast á einu ári!

Þannig að lesendur átti sig betur á þessari einstöku stöðu þá eru hér upplýsingar um meðalverðið á smjöri á hollenska markaðinum undanfarin ár og sést hér vel hvernig verðið hefur þróast bæði fyrir og eftir afnám kvótakerfisins í Evrópusambandinu:

Evur/smjörtonn
2009249
2010347
2011394
2012301
2013391
2014333
2015295
2016326
2017512*

* meðalverðið það sem af er þessu ári/SS