Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Enn hækkar heimsmarkaðsverðið

18.09.2015

Á þriðjudaginn var haldið uppboð á mjólkurvörum á uppboðsmarkaðinum GDT (Global Dairy Trade) og hækkaði verð mjólkurvara nú í þriðja skipti í röð og að þessu sinni um 16.5% frá síðasta uppboði. Þetta eru klárlega góð tíðindi enn á ný og gefur einhverjar vonir um að afurðaverð til kúabænda víða um heim geti nú farið að hækka á ný. Mest verðhækkun varð á mjólkurdufti eða um 20,6% en undanrennuduft hækkaði einnig vel eða um 17%.

 

Einu neikvæðu tíðindin af uppboðinu voru þó að heldur minna var selt á markaðinum en oft áður, en skýringin felst m.a. í því að mörg afurðafélög halda að sér höndum og bjóða minna magn til sölu nú til þess að reyna að toga verðið upp á við. Stór hluti þess magn sem selt var fór til kínverskra kaupenda en í Kína er innflutningskvóti á mjólkurvörur og virðist sem að kaupendur þaðan séu nú að reyna að fylla upp í kaupheimildir sínar á þessu ári. Næsti uppboðsmarkaður verður haldinn 6. október nk./SS