Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Enn hækkar heimsmarkaðsverð mjólkurvara

18.08.2016

Í fyrradag lauk uppboðsmarkaði GDT (Global Dairy Trade) með afar gleðilegum tíðindum enda varð meðalhækkunin heil 12,7% og er nú verðstuðull GDT kominn í 833, sem er einungis 4 stigum lægra en stuðullinn var í október á síðasta ári.

 

Sé litið lengra aftur í tímann er verðstuðullinn nú rúmlega 40% hærri en á sama tíma í fyrra en frá miðjum ágúst í fyrra og fram í byrjun október steig heimsmarkaðsverðið stöðugt. Óvarlegt er að gefa sér að slík þróun verði eins í ár en sé litið til ársins 2014 varð verðþróunin óveruleg frá ágúst og fram í desember svo það gæti bent til þess að verðið lækki amk. ekki mikið úr þessu og etv. fari enn hækkandi.

 

Hækkun heimsmarkaðsverðsins á þarsíðasta markaði í byrjun ágúst hefur þegar skilað sér í hækkun afurðastöðvaverðs hjá nokkrum afurðafélögum og því er viðbúið að hækkunin nú skili sér beint í hækkuðu afurðastöðvaverði hjá fleiri afurðastöðvum víða um heim/SS