Beint í efni

Enn hækkar afurðaverð í nautakjöti

31.05.2022

Afurðaverð til nautgripabænda heldur áfram að hækka og nú ríða KS/Hella á vaðið sem og SS sem fylgir þeim eftir. 

KS hækkaði verðskránna sína síðast 1. apríl sl. og aftur núna, en þessi hækkun tekur tók gildi 30. maí. Í þetta sinn hækkar KS UN kjöt milli 200 og 250 kg um 5%, O- og betri flokkana og um 6,5% P+ yfir 250 kg. Lægstu flokkarnir sem og undir 200 kg standa í stað. Eykst þannig bilið enn á milli hæstu og lægstu flokkanna. 

SS lækkar O- og lakari gripi undir 200 kg um allt að 9,7% og lækkar alla P- flokkana hjá UN.  P+ og betri flokkar hins vegar yfir 200 kg hækka allir, milli 200 og 260 kg hækka flestir flokkarnir um 7,7-7,9% meðan að O og betra í yfir 260 kg flookki hækkar um rúm 13% á alla flokka. Þetta er myndarleg hækkun en vert er að benda á það að SS greiddi sláturálag á alla gripi frá síðasta ári til viðbótar við gildandi verðskrá. 

KS hækkar ungkýr milli 180-200 kg. um c.a. 5% frá P- og upp meðan aðrir KU flokkar hjá þeim standa í stað með einni undantekningu, þar sem R- kjöt yfir 200 hækkar um rúmt 1%. Kýrkjöt og naut standa í stað. 

SS lækkar ungkýrnar um rúm -19% í P-, 13% í P og milli 7 og 8% í P+ og O- flokkum. Á Þetta bæði við um undir og yfir 200 kg. flokkana. Sömu sögu er að segja um kýrnar, þar lækka P- um -13%, P um c.a. -9,5% og P+ og O- frá -2.25% í rúmlega-4% lækkun. Sömu sögu er að segja um Naut (N) hjá SS, þar lækka P- flokkarnir í öllum þremur þyngdarflokkum um rúmlega 13%, P um c.a. 9,5% og P+ og O- hinir frá -2% í rúmlega -4%.

Þróunin þar sem að bestu flokkar UN hækka rösklega meðan lökustu flokkarnir hafa ýmist staðið í stað eða verið lækkaðir heldur þannig áfram með þessum hækkunum. Verðskrá nautakjöts á netinu hefur nú verið uppfærð og má nálgast hér.