Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Enn hækkar afurðaverð í nautakjöti

31.05.2022

Afurðaverð til nautgripabænda heldur áfram að hækka og nú ríða KS/Hella á vaðið sem og SS sem fylgir þeim eftir. 

KS hækkaði verðskránna sína síðast 1. apríl sl. og aftur núna, en þessi hækkun tekur tók gildi 30. maí. Í þetta sinn hækkar KS UN kjöt milli 200 og 250 kg um 5%, O- og betri flokkana og um 6,5% P+ yfir 250 kg. Lægstu flokkarnir sem og undir 200 kg standa í stað. Eykst þannig bilið enn á milli hæstu og lægstu flokkanna. 

SS lækkar O- og lakari gripi undir 200 kg um allt að 9,7% og lækkar alla P- flokkana hjá UN.  P+ og betri flokkar hins vegar yfir 200 kg hækka allir, milli 200 og 260 kg hækka flestir flokkarnir um 7,7-7,9% meðan að O og betra í yfir 260 kg flookki hækkar um rúm 13% á alla flokka. Þetta er myndarleg hækkun en vert er að benda á það að SS greiddi sláturálag á alla gripi frá síðasta ári til viðbótar við gildandi verðskrá. 

KS hækkar ungkýr milli 180-200 kg. um c.a. 5% frá P- og upp meðan aðrir KU flokkar hjá þeim standa í stað með einni undantekningu, þar sem R- kjöt yfir 200 hækkar um rúmt 1%. Kýrkjöt og naut standa í stað. 

SS lækkar ungkýrnar um rúm -19% í P-, 13% í P og milli 7 og 8% í P+ og O- flokkum. Á Þetta bæði við um undir og yfir 200 kg. flokkana. Sömu sögu er að segja um kýrnar, þar lækka P- um -13%, P um c.a. -9,5% og P+ og O- frá -2.25% í rúmlega-4% lækkun. Sömu sögu er að segja um Naut (N) hjá SS, þar lækka P- flokkarnir í öllum þremur þyngdarflokkum um rúmlega 13%, P um c.a. 9,5% og P+ og O- hinir frá -2% í rúmlega -4%.

Þróunin þar sem að bestu flokkar UN hækka rösklega meðan lökustu flokkarnir hafa ýmist staðið í stað eða verið lækkaðir heldur þannig áfram með þessum hækkunum. Verðskrá nautakjöts á netinu hefur nú verið uppfærð og má nálgast hér.