
Enn hækkar afurðarverð til nautgripabænda
10.08.2022
Afurðarstöðin B. Jensen hækkaði verðskrá sína til nautgripabænda 8. ágúst sl. Heldur þar áfram hækkunarhrinan sem hófst í vor og virðist ekki sjá fyrir endann á.
Í ungnautakjöti hækkuðu allir flokkar um c.a. 10%. Í ungkúm (KU) og fyrir kýrkjöt (K) var hækkunin um 5% á alla flokka meðan nautakjöt (N) stendur í stað.
Með þessum hækkunum allra sláturleyfishafa má segja verið sé að reyna viðhalda framleiðsluvilja nautgripabænda. Ljóst er að aðstæður á erlendum mörkuðum ýta undir eftirspurn á innlendum vörum og má gera ráð fyrir því að þessar hækkanir séu ætlaðar til að tryggja nægilegt framboð til að mæta þeirri eftirspurn.
Verðskráin hefur verið uppfærð á heimasíðu BÍ og má finna hér