Beint í efni

Enn eykst heimsframleiðsla mjólkur

02.10.2014

Mjólkurframleiðslan í bæði Bandaríkjunum og Nýja Sjálandi heldur áfram að aukast miðað við fyrra ár og eykst þar með offramleiðsla mjólkur í heiminum nú um stund. Alls jókst framleiðslan í Bandaríkjunum um 2,5% í ágúst miðað við í fyrra en skýringin felst í góðum veðurfarsskilyrðum vestra í stærstum hluta Bandaríkjanna. Þó hefur reyndar verið mikill þurrkur í Kalíforníu, sem hefur aðeins haldið aftur af aukningunni á landsvísu.

 

Í Nýja-Sjálandi liggur einnig fyrir framleiðsluuppgjör, reyndar bara fyrir júlí, en þar kemur fram að aukningin frá fyrra ári er 5,4% og munar um minna/SS.