Beint í efni

Enn eitt kúariðutilfellið í Póllandi

24.09.2003

Dýralæknayfirvöld í Póllandi hafa fundið áttunda tilfellið af kúariðu þarlendis síðan í maí 2002. Kúabúið er í nágrenni bæjarins Lipno, sem er um 100 km norðvestur af Varsjá. Kýrin kemur úr hjörð 20 kúa og hefur búið verið sett í einangrun. Ekki eru taldar neinar líkur á faraldri vegna tilfellisins.