Beint í efni

Enn einn samruninn

24.04.2015

Þýska afurðafélagið DMK og hollenska afurðafélagið DOC Kaas eru nú langt komin í viðræðum um samruna. Þetta er reyndar í annað skiptið sem reynt er að ná saman um málið, en í fyrra skiptið sem samningur lá fyrir var hann felldur af félagsmönnum. Svo samruni sé samþykktur þurfa 2/3 félagsmanna að greiða atkvæði með slíkum samningi, en síðast vantaði alls 7% upp á hjá hinum hollensku kúabændum. Á þeim tíma greiddi DOC Kaas hærra afurðastöðvaverð en nú er öldin önnur og er sama skilaverð hjá báðum afurðafélögum og því telja stjórnirnar að líklegt sé að samruni verði samþykktur.

 

Um stóran samruna er að ræða, ef af þessu verður, en DOC Kaas tekur í dag á móti 1,1 milljarði kílóa mjólkur á ári frá 1.200 félagsmönnum sínum og DMK við 6,7 milljörðum kílóa frá sínum 9.000 félagsmönnum/SS.