
Engin viðskipti með greiðslumark í mjólk
22.10.2008
Engin viðskipti voru með greiðslumark í mjólk á tímabilinu 15. september til 15. október. Undanfarin ár hafa viðskipti með greiðslumark á þessum árstíma að jafnaði verið tvö til þrjúhundruð þúsund lítrar. Þessa breytingu má vafalítið rekja til fjármálakreppunar að mati Ernu Bjarnadóttur forstöðumanns félagssviðs BÍ sem heldur utan um upplýsingar um aðilaskipti greiðslumarks.
"Bæði er skortur á lánsfé og greiðslubyrði af lánum hefur þyngst umtalsvert á síðustu mánuðum. Því halda bændur nú að sér höndum í breytingum á rekstri," segir Erna.
"Bæði er skortur á lánsfé og greiðslubyrði af lánum hefur þyngst umtalsvert á síðustu mánuðum. Því halda bændur nú að sér höndum í breytingum á rekstri," segir Erna.