
Endurskoðun nautgripasamnings – kynning og niðurstöður atkvæðagreiðslu
07.11.2019
Niðurstöður atkvæðagreiðslu meðal bænda
Atkvæðagreiðslu meðal kúabænda um endurskoðun nautgripasamnings lauk í hádeginu miðvikudaginn 4. desember. Samkomulag bænda og stjórnvalda var samþykkt með afgerandi meirihluta atkvæða.
„Já“ sögðu 447 eða 76%.
Einnig var útbúið kynningarmyndband um atriði samningsins sem dreift var á Facebook. Það er aðgengilegt hér á FB-síðu Bændasamtakanna.
Bókun sem gerð var 26. nóvember
- Kynningarglærur - pdf
- Myndband - Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri LK
Spurningar og svör vegna atkvæðagreiðslu um endurskoðaðan nautgripasamnings
Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem jafnframt eru með virkt bú í skýrsluhaldi fyrir nautgriparækt og/eða eru félagsmenn í Landssambandi kúabænda. Hafa ber í huga að rafrænt auðkenni þarf að vera tengt kennitölu kjósandans. Hægt er að sannreyna aðild að kjörskrá fyrir kosningarnar í gegnum rafrænan aðgang. Sjá hér.
2. Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram?
Atkvæðagreiðslan fer einungis fram með rafrænum hætti. Til að kjósa þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum í gegnum farsíma eða með Íslykli. Atkvæðagreiðslan verður aðgengileg í gegnum vefsíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is.
3. Hvernig fæ ég Íslykil eða rafræn skilríki?
Hægt er að panta íslykil á vefsíðunni www.island.is. Mælt er með því að fá lykilinn sendan í heimabanka en það tekur aðeins 5-10 mínútur.
Þá er hægt að nálgast rafræn skilríki í næsta viðskiptabanka en nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.audkenni.is
4. Hvað geri ég ef ég hef ekki aðgang að tölvu?
Ef kjósandi hefur ekki aðgang að tölvu, skal viðkomandi hafa samband við skrifstofu Bændasamtakanna í síma 563-0300 og fá leiðbeiningar
5. Hvaða reglur gilda um atkvæðagreiðsluna?
Reglur um atkvæðagreiðsluna hafa verið samþykktar af stjórn Bændasamtaka Íslands. Þær er að kynna sér hér.
6. Hversu lengi stendur atkvæðagreiðslan yfir?
Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá klukkan 12:00 á hádegi þann 27. nóvember 2019 til klukkan 12:00 á hádegi þann 4. desember 2019.
7. Hvernig er tryggt að atkvæði sé ekki hægt að rekja til kjósenda?
Leitað hefur verið til þriðja aðila til að sjá um framkvæmd kosninganna en með sérstöku kosningakerfi hans er tryggt að atkvæði verði ekki hægt að rekja til kjósenda. Í 6. gr. reglna um atkvæðagreiðsluna er farið ítarlega yfir framkvæmd kosninganna. Sjá reglurnar í heild sinni hér.
8. Hvert á að snúa sér með kærur?
Þeir aðilar sem vilja leggja fram kærur er bent á að hafa samband við kjörstjórn. Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is.
9. Hvar verða niðurstöður kynntar?
Kjörstjórn tilkynnir stjórn Bændasamtaka Íslands um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sama dag og henni lýkur, miðvikudaginn 4. desember.

Uppfært 4. des. 2019