Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Endurnýja samstarfssamning um eldvarnir

28.10.2022

Vigdís Hasler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins hafa endurnýjað samstarfssamning um að efla eldvarnir í landbúnaði. Samstarfið nær til eldvarna á heimilum félagsmanna BÍ, eldvarna í úti- og gripahúsum, gróðurhúsum og öðrum mannvirkjum sem tengjast búrekstri ásamt varna gegn gróðureldum. Samkomulagið gildir árið 2023.

Ráðist í margskonar aðgerðir

Í samkomulaginu felast ýmsar aðgerðir til að ná sem best til félagsmanna Bændasamtakanna og tryggja um leið að eldvarnir í sveitum landsins verði eins og best verður á kosið. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi:

  • Aðilar útbúa reglulega greinar um eldvarnir til birtingar í viðeigandi fjölmiðlum og koma upplýsingum um eldvarnir á framfæri með öðrum hætti.
  • Aðilar nota samfélagsmiðla til að koma á framfæri ábendingum um eldvarir.
  • Kannaður verður af beggja hálfu möguleiki á að fjármagna gerð og birtingu auglýsinga um eldvarnir og mikilvægi þeirra.
  • Aðilar stuðli að því að fræðsla og endurmenntun um eldvarnir og öryggi í LbhÍ verði aukin og efld.
  • Aðilar vinna saman að því að gera fræðslumyndbönd um eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli í samvinnu við Brunavarnir Árnessýslu.
  • Kannaðir verða möguleikar á að söluaðilar viðurkennds eldvarnabúnaðar veiti félagsmönnum BÍ hagstæð kjör í tengslum við samstarfið og verður athygli þeirra þá sérstaklega vakin á því.
  • Aðrar hugsanlegar aðgerðir sem aðilar ákveða sameiginlega að ráðast í á samningstímanum auk þeirra sem að framan greinir.