
Endurbætur í Bændahöllinni og breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hótel Sögu
13.08.2015
Á fundi í Bændahöllinni með starfsmönnum Bændasamtaka Íslands og Hótel Sögu sem haldinn var þriðjudaginn 12. ágúst voru kynnt áform um breytingar á rekstri og nýtingu Bændahallarinnar og viðhald og endurbætur á fasteigninni.
Fyrirhugað er að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótel Sögu ehf. sem annast mun sem fyrr allan hótel og veitingarekstur í húsinu, en Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bændahallarinnar ehf. Þá stendur til að skrifstofur hótelsins sem nú eru í austurhluta norðurbyggingar Bændahallarinnar verði færðar inn á skrifstofugang Bændasamtakanna. Lífeyrissjóði bænda og búgreinafélögum stendur jafnframt til boða annað skrifstofupláss í húsinu. Í framhaldinu verði allri norðurbyggingu Bændahallarinnar breytt í hótelherbergi eins og lengi hefur til staðið. Þá verður útbúin ný sameiginleg matstofa starfsmanna í Bændahöllinni í gamla Búnaðarþingssalnum á 2. hæð. Við þessar breytingar fjölgar herbergjum um allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars 2016.
Á næstu mánuðum og árum verður að auki ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. verða herbergi gerð upp, veitingarými verða endurhönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Undanfarið hefur rekstur Hótels Sögu gengið mjög vel. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar. Nú er því stefnt að enn frekari uppbyggingu.
Fyrirhugað er að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótel Sögu ehf. sem annast mun sem fyrr allan hótel og veitingarekstur í húsinu, en Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bændahallarinnar ehf. Þá stendur til að skrifstofur hótelsins sem nú eru í austurhluta norðurbyggingar Bændahallarinnar verði færðar inn á skrifstofugang Bændasamtakanna. Lífeyrissjóði bænda og búgreinafélögum stendur jafnframt til boða annað skrifstofupláss í húsinu. Í framhaldinu verði allri norðurbyggingu Bændahallarinnar breytt í hótelherbergi eins og lengi hefur til staðið. Þá verður útbúin ný sameiginleg matstofa starfsmanna í Bændahöllinni í gamla Búnaðarþingssalnum á 2. hæð. Við þessar breytingar fjölgar herbergjum um allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars 2016.
Á næstu mánuðum og árum verður að auki ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. verða herbergi gerð upp, veitingarými verða endurhönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Undanfarið hefur rekstur Hótels Sögu gengið mjög vel. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar. Nú er því stefnt að enn frekari uppbyggingu.