Beint í efni

Endurbætur á vefsíðu um mjólkurframleiðslu

27.06.2007

Talsverðar endurbætur hafa orðið vefsíðu um mjólkurframleiðslu hér á naut.is. Settar hafa verið inn upplýsingar um lágmarksverð, efnainnihald mjólkur, kúafjölda, fjölda greiðslumarkshafa auk tengla inn á nokkrar heimasíður er varða mjólkurframleiðsluna. Ábendingar um meira efni á þessa síðu eru vel þegnar.

Einnig er að finna ýmsar upplýsingar um mjólkurframleiðslu á heimsvísu. Það land sem státar af flestum mjólkurkúm er Indland, árið 2005 voru þar 83,1 milljón mjólkurkúa, næst flestar voru þær í Brasilíu, 15,1 milljón og þriðja sætið skipaði Kína, með 12,1 milljón kúa. Þar er aukningin einnig mest en frá 2002-5 fjölgaði kínverskum mjólkurkúm úr 6,8 milljónum í 12,1 milljón. Þrátt fyrir að kýrnar séu flestar á Indlandi, er það langt frá því að vera mesta mjólkurframleiðsluland heims. Framleiðslan er lang mest í Bandaríkjunum, 79,9 milljarðar lítra sem er rúmlega tvöfalt magnið á Indlandi, 37 milljarðar lítra. Kúafjöldi í Bandaríkjunum er 9,1 milljón, þannig að ljóst má vera að himinn og haf er á milli afurðastigs í þessum tveimur löndum, meðalafurðir bandarískra kúa eru 8.800 kg á ári, með þær indversku afkasta einungis 460 kg á ári, þótt heilagar séu.