Beint í efni

Ending kúnna

11.10.2009

Þessa dagana er verið að vinna kynbótamat fyrir endingu mjólkurkúa. Með nýju skýrsluhaldskerfi, Huppa.is, er aðgengi að gagnagrunni nautgriparæktarinnar allt annað og betra en áður var. Vonir standa því til að hægt verði að vinna kynbótamat fyrir þennan eiginleika nokkrum sinnum á ári framvegis. Hér að neðan má sjá þróun endingar íslensku kúnna undanfarin 10 ár, 1999-2008. Eins og flestir þekkja, er ending skilgreind sem tíminn frá því kýrin ber 1. kálfi þar til henni er fargað.

Eins og sjá má á línuritinu, hefur endingartíminn farið úr 1152 dögum fyrir 10 árum, niður í 979 daga á sl. ári. Endingartíminn hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár. Til samanburðar má sjá þróunina í endingu kúa í Danmörku frá 1990-2008. Gula línan er Jersey, blá lína fyrir svartskjöldóttu kýrnar, Dansk Holstein, rauð lína fyrir Rauðu dönsku kýrnar, RDM og sú græna fyrir rauðar Holstein, sem reyndar er lítið af þar í landi.

 

Vonandi liggja niðurstöður kynbótamats endingar fyrir á næstu dögum, vinnslu fyrir aðra eiginleika er lokið.