Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Endalokin hjá Endrup

22.08.2018

Fyrir 134 árum stofnuðu kúabændur nærri Esbjerg í Danmörku samvinnufélagið Endrup og átti það að sjá um úrvinnslu og sölu mjólkur fyrir þessa kúabændur. Á ýmsu hefur gengið hjá Endrup undanfarin ár og í fyrra sögðum við frá því hér að endalokin væru nærri hjá þessu forna félagi (sjá nánar með því að smella hér). Spá okkar gekk reyndar ekki alveg eftir því stóra samvinnufélagið Arla tók Endrup yfir í október á síðasta ári og bjargaði starfseminni þar með tímabundið (sjá nánar með því að smella hér).

Í gær, tæpu ári eftir að Arla tók Endrup yfir, sendi Arla svo frá sér fréttatilkynningu um Endrup og þar segir að eftir þrotlausa vinnu við að bjarga störfunum hjá afurðastöðinni Endrup, þá hafi niðurstaðan samt verið svo að það væri einfaldlega allt of dýrt að reka afurðastöðina. Arla hafði komið fyrir í Endrup aðstöðu til að þroska osta og pökkun þeirra, en ferlið var of kostnaðarsamt miðað við aðrar færar leiðr og skilaði því eigendum Arla, kúabændum í 7 löndum Norður-Evrópu, einfaldlega ekki nægu.

Endrup verður því lokað síðar á árinu og lýkur þar sögulegum kafla í sögu samvinnufélaga framleiðenda. Bændurnir 12, sem áttu Endrup, eru þó í dag hluti af eigendahópi Arla svo þeirra hagur hefur verið tryggður. Starfsmenn Endrup, alls 8 talsins, fá aðstoð frá Arla við að finna sér nýja vinnu/SS.