Beint í efni

Emmi skilaði góðu búi

06.03.2012

Enn eitt afurðafélagið í Evrópu hefur nú skilað fyrstu upplýsingum frá ársuppgjöri sínu, að þessu sinni hið Svissneska Emmi sem er stærsti ostaframleiðandi landsins. Heildarvelta félagsins árið 2011 var 379 milljarðar króna og jókst veltan um 1,4% á milli ára.

 

Hagnaður félagsins er um 3% samkvæmt fréttatilkynningu Emmi. Helstu grunnstoðirnar sem standa á bak við góðan árangur ársins eru, auk hinna þekktu svissnesku osta, jógurtlínan frá Dr. Oetker sem Emmi keypti seinnipart ársins 2010. Þá setti Emmi á markað nýja vöru í Sviss sem þegar sló í gegn en það er nýr kaffidrykkur sem heitir einfaldlega Caffé Latte. Fleiri nýjungar Emmi hafa gengið afar vel s.s. mjólkurhristingur, drykkjarjógurt og nýjung í ostum sem kallast Mozzarella Mini Marinati.
 
Emmi rekur afurðastöðvar víða utan síns heimalands og selur vörur um allan heim/SS.