EMMI með gott 6 mánaða uppgjör
06.09.2012
Þessa dagana berast upplýsingar um hálfs árs uppjör margra af stærstu afurðastöðvum heims. Þrátt fyrir afar erfiða stöðu á heimsmarkaðinum virðast flest félögin vera að skila góðum rekstrarniðurstöðum. Svissneska afurðafélagið EMMI, sem er m.a. stærsti ostaframleiðandi landsins, hefur tilkynnt um 2,2% söluaukningu fyrstu 6 mánuði ársins og ótrúlegan vöxt í útflutningi eða um heil 18,4%.
Skýringin á góðum árangri í útflutningi felst í góðum árangri við sölu á osti og þá hefur jógúrtsala félagsins í Bretlandi gengið vel. Auk þess hefur heimamarkaðurinn tekið vel við hinum nýja kaffidrykk sem við höfum áður fjallað um (6. mars). Félagið var rekið með góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins sem skilaði 39,3 milljónum svissneskum frönkum, sem svarar til um 5 milljarða hagnaðar/SS.