Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Emmi í uppkaupum í Chile

17.06.2016

Svissneska afurðafélagið Emmi hefur á undanförnum árum vaxið jafnt og þétt með því að kaupa upp minni afurðafélög. Nú hefur Emmi, í gegnum dótturfélagið Kaiku Corporacion Alimentaria, keypt mest allt hlutaféð í afurðafélaginu Surlat í Chile (Síle). Surlat er staðsett í Santiago og er stærsti framleiðandi landsins á geymsluþolnum mjólkurvörum eða G-vörum og er auk þess næst stærsta afurðafélag landsins í framleiðslu á mjólkursykurlausum vörum.

 

Surlat hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika samhliða erfiðri efnahagsstöðu innanlands í Chile og telja margir að félagið hafi verið að þrotum komið. Emmi hafi með snarræði náð að kaupa hlutaféð á afar hagstæðu gengi og muni vafalítið fá mikið út úr þessum viðskiptum. Það er stefna Emmi að hlutfall erlendrar starfsemi félagsins verði amk. 50% og með þessum uppkaupum næst það markmið. Þess má geta að fyrir aðeins nokkrum dögum tilkynnti Emmi að það hafði keypt afurðavinnsluna Cowgirl Creamery Corporation í Kalíforníu/SS.