Beint í efni

Embluverðlaunin veitt á Íslandi árið 2019

24.09.2018

Bændasamtökin taka virkan þátt í samstarfi norrænna bændasamtaka í gegnum félagsskapinn NBC. Í síðustu viku var hópur fulltrúa frá Norðurlöndunum á Íslandi þar sem lögð voru drög að næstu Embluverðlaunum. Þau eru veitt á tveggja ára fresti þeim aðilum sem skara framúr í völdum flokkum, t.d. sem hrávöruframleiðendur, matarblaðamenn, í framleiðslu á mat fyrir marga, nýsköpun og matargerð fyrir börn og unglinga.

Lokakeppnin verður haldin á Íslandi vorið 2019 en áður en til hennar kemur verður óskað eftir tilnefningum hér á landi. Öll Norðurlöndin senda 7 tilnefningar í keppnina en Norræna ráðherranefndin er meðal bakhjarla.