Beint í efni

Embluverðlaunin fara fram í Osló 20. júní

18.06.2022

Nú styttist í að norrænu matvælaverðlaunin Embla fari fram í Osló, mánudaginn 20. júní, en sjö fulltrúar frá Íslandi eru tilnefndir. Matvælafulltrúar sem tilnefndir voru fyrir Íslands hönd að þessu sinni til matvælaverðlaunanna eru Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar voru valin af dómnefnd til þátttöku.

Verðlaunaafhendingunni, sem hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma verður streymt beint í gegnum Facebook-síðu Emblunnar og sjá má hér.

Sex norræn Bændasamtök, þar á meðal Bændasamtök Íslands, standa að baki norrænu matvælaverðlaununum Emblunni, sem haldin er annaðhvert ár og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni utan svæðisins.