Beint í efni

Elding drap níu nautgripi!

19.07.2011

Á dögunum gekk mikið rigningarbelti yfir Mið-Svíþjóð, m.a. yfir svæðið í kringum vatnið Bergsjö á austurströnd landsins. Á svæðinu voru kýr á beit á einum bænum og leituðu þær skjóls, með kálfum sínum, undir trjám á svæðinu. Þar sló svo niður eldingu sem leiddi til þess að allir gripirnir sem við trén stóðu drápust.

 

Talið er að dýrin hafi drepist samstundis þegar eldingunni laust niður, enda krafturinn slíkur/SS – Nya Wermlands-Tidningen.