Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Elding drap 21 kú

08.06.2016

Það var heldur ömurleg sjón sem blasti við kúabónda einum þegar hann var að líta eftir holdakúnum sínum í Moody County í fylkinu Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í liðinni viku. Stormur hafði gengið yfir landið hans og þegar lægði á ný fór hann að vitja kúnna og sá þá að 21 þeirra hafði drepist við fóðurgrind sem eldingu hafði lostið niður í.

 

Þetta er eitt umfangsmesta slys sem hefur orðið af völdum eldingar í Bandaríkjunum í nokkurn tíma en þó er vitað af enn umfangsmeira slysi frá því fyrir nokkrum árum er 45 nautgripir drápust vegna eldingar við svipaðar aðstæður er eldingu laust niður í stál-fóðurdall/SS.