Eldhúsdagsumræðum lokið á Aðalfundi LK
16.04.2004
Líflegum eldhúsdagsumræðum á aðalfundi LK lauk nú fyrir skömmu. Í umræðunum komu fundarmenn inn á ýmis mál og voru skoðanir skiptar m.a. um sölumál með greiðslumark mjólkur sem landbúnaðarráðherra vék að í ávarpi sínu. Þá lofuðu fundarmenn þá vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við samningaviðræður um nýjan mjólkursamning. Meðal þátttakenda í eldhúsdagsumræðunum var Guðni Ágústsson, landbúnðarráðherra.
Í máli sínu vék hann m.a. að framkomnum umræðum um kvótamálin og áréttaði að vinna þyrfti að því að ná tökum á háu verði á greiðslumarki.
Fundargerð fyrri dags aðalfundar LK verður sett á vef LK um leið og hún er tilbúin, væntanlega í fyrramálið.