
Eldgosið í Eyjafjallajökli og áhrif þess
15.04.2010
Eldgos hófst miðvikudaginn 14. aprí í Eyjafjallajökli með miklum látum og stóð fram í seinni hluta maímánaðar. Hér á vef Bændasamtakanna er að finna ýmist efni og tengla sem tengjast viðbrögðum bænda vegna gossins, gjóskufalls og mögulegra áhrifa þess. Bent er á reglulegar uppfærslur á vef Almannavarna, www.almannavarnir.is.
4.8.2010 - Ekki alvarleg áhrif á heilsufar. Frétt frá Rúv.
2.6.2010. Announcement from the Farmers Association of Iceland -The volcanic eruption in Iceland and its effects on Icelandic agriculture - The aftermath - pdf
19.4.2010. Announcement from the Farmers Association of Iceland -The volcanic eruption in Iceland and its effects on Icelandic agriculture - pdf
Gagnlegar vefsíður
Vefur Almannavarna: www.almannavarnir.is
Vefur Matvælastofnunar: www.mast.is
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands: http://jardvis.hi.is/page/jardvis_eyjogos
Fræðsluefni
Bæklingur um viðbrögð við öskufalli
Hætta á heilsutjóni vegna gosösku - leiðbeiningar fyrir almenning
Grein um áhrif eldgosa á dýr
Áhrif öskufalls á búpening - Eggert Gunnarsson dýralæknir
Skýrsla um áhrif eldgosa á dýr
Leiðbeiningar vegna öskufalls - Umhverfisstofnun
Bændablaðið, 6. tbl. 2010
Upplýsingar á vef Póst- og fjarskiptastofnunar vegna eldgossins
Gosaska og vinnuvélar
Flúor í ösku - útskolun og viðbrögð
Annað
Sérstakir orlofsstyrkir úr Orlofssjóði BÍ til bænda á áhrifasvæði gossins
Vefmyndavélar MÍLU
- Eyjafjallajökull frá Fimmvörðuhálsi
- Eyjafjallajökull frá Hvolsvelli
- Eyjafjallajökull frá Valahnúk
Mikilvæg atriði:
- Fylgist með leiðbeiningum almannavarna og lögreglu
- Gætið að öskufalli á ykkar svæði
- Hýsið búfé þar sem því verður við komið
- Tryggið skepnum og útigangi hreint drykkjarvatn
- Gefið dýrum á útigangi hey, vel og oft
- Gott er að útigangur hafi hafi aðgang að saltsteinum
- Komið í veg fyrir að búfénaður drekki úr kyrrstæðu vatni
- Kynnið ykkur leiðbeiningar yfirdýralæknis á vef Matvælastofnunar
Fjársöfnun fyrir bændur á hamfarasvæðunum
Norskir bændur og fyrirtæki tengd landbúnaði í Noregi höfðu frumkvæði að því að stofna styrktarsjóð fyrir þá íslensku bændur sem hafa glímt við afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli. Fjármunirnir verða einkum nýttir í þágu fjölskyldna á svæðinu, m.a. með viðbótarframlagi í Orlofssjóð og til að standa straum af kostnaði við afleysingaþjónustu. Fyrirspurnir hafa borist Bændasamtökunum frá innlendum aðilum sem eru reiðubúnir að leggja söfnuninni lið. Fyrir áhugasama er bent á bankareikning Bændasamtaka Íslands þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:
Banki og nr. 0311-26-61 og kennitala 6312194-2279.
Fólk er beðið um að tilgreina "Styrkur vegna eldgoss" þar sem hægt er að gefa útskýringu á greiðslu.